SPURNINGAR & SVÖR

Ekki hika við að hafa samband með allar fyrirspurnir hér á síðunni og við munum svara eins fljótt og auðið er.

 

Er hægt að fá sérsaumaða slaufu ef ég finn ekki það sem ég vil í vöruúrvali?

Við höfum frá upphafi verið að sérsauma slaufur fyrir viðskiptavini okkar og munum að sjálfsögðu halda því áfram. Þá er val á efni og sniði sinnt eftir þörfum viðskiptavina og reynt eftir bestu getu að finna það sem hentar best.


Ég bý erlendis, er hægt að fá sent til útlanda?

Við sendum hvert sem er í heiminum en borga verður þá sendingarkostnað fyrir flutninginn. 

Er möguleiki að hafa teygju í strengnum í stað fyrir borða?

Já að sjálfsögðu. Við viljum að öllum líði vel með slaufurnar okkar og því er sjálfsagt að breyta strengnum í samræmi við þarfir hvers og eins. Breyting á streng kostar ekki aukalega.

 Saumið þið fyrir fyrirtæki eða hópa?

Já, hingað til höfum við saumað fyrir allnokkur fyrirtæki og karlakóra. Verð og afslættir eru í samræmi við magn pöntunar en við reynum ávallt að vera sanngjörn þegar kemur að stórri pöntun. Einnig vinnum við pantanir hratt og örugglega þannig afhending er sem fyrst. 

Slaufan mín er gölluð eða ég er ekki sátt/ur með útkomuna, hvað geri ég þá?

Við viljum tryggja 100% gæði og ánægju viðskiptavina okkar í hvert skipti sem við seljum slaufu. Ef viðskiptavinir okkar eru óánægðir viljum við endilega fá að vita af því og bætum við það með viðeigandi hætti. Endilega hafið samband hér á síðunni eða sendið tölvupóst á netfangið slaufhann@gmail.com og við lögum, breytum eða bætum um hæl.