STÆRÐIR

Við seljum fjórar stærðir í grunninn. 

Endilega tilgreinið aldur ef verslað er fyrir börn svo slaufan verði sem nákvæmust í stærð.

 

Herraslaufan er fyrir fullorða einstaklinga.

Ungmennaslaufan er örlítið minni en herraslaufan og er fullkomin fyrir unglinga. 

Barnaslaufan er fyrir krakka á aldrinum 5-10 ára. Krakkar eru að sjálfsögðu misstórir og því sjálfsagt mál að stækka/minnka slaufuna örlítið ef stærðin hentar ekki. 

Ungbarnaslaufan er fyrir börn á aldrinum 2-4 ára. Við erum einnig með stærð fyrir nýfædd börn sem henta vel fyrir skírnardrengina.